*

Hitt og þetta 9. ágúst 2013

Of margar myndir á Facebook ekki vinsælt

Rannsóknir sýna að fólk, sem er sífellt að birta myndir á Facebook, er verr liðið en þeir sem birta sjaldnar myndir.

Flestir eiga einn eða jafnvel fleiri vini á Facebook sem eru myndaglaðir. Þetta eru týpurnar sem birta fullt af myndum af frábæru ferðinni á barinn eða fullt af myndum af frábæru ferðinni til Spánar eða fullt af myndum af frábæra bíltúrnum á sunnudaginn eða fullt af myndum af frábæru ferðinni út í bakarí eða fullt af myndum af frábæru ferðinni fram í eldhús að sækja mjólk. 

Gerðar hafa verið rannsóknir á þessu myndafyrirbæri í fjórum háskólum og niðurstöðurnar eru allar á sama veg: Myndaglaða fólkið er verr liðið en fólkið sem birtir sjaldnar myndir.

Dr. David Houghton sem leiddi eina rannsóknina sagði að fólk sem birti sífellt myndir á samfélagsmiðlinum væru um leið að leggja raunveruleg vinasambönd í hættu. Ástæðan er sú að vinir almennt, allir aðrir en allra nánustu ættingjar (mamma og pabbi), tengja ekki við myndirnar og kunna ekki að meta þær. Og um leið yfirfærast þær tilfinningar yfir á manneskjuna sem er sífellt að birta myndir. 

Hvað er til ráða? Birta færri myndir samkvæmt Gizmodo.com sem fjallar um málið hér

Stikkorð: Facebook