*

Tölvur & tækni 21. september 2012

Margir bíða eftir nýjum iPhone

Langar biðraðir eru farnar að myndast fyrir utan verslanir Apple víða. Sala hefst í dag á iPhone 5.

Sala hefst í nokkrum löndum á iPhone 5, nýjasta símanum frá Apple. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að fólk væri þegar komið fyrir utan nokkrar verslanir Apple í þeim tilgangi að verða fyrst til að næla sér í gripinn. Sumir þeirra hafi sýnt fyrirhyggju og tjaldað.

Í netútgáfu bandaríska dagblaðsins USA Today í gær var rætt við mann sem hafði beðið fyrir utan verslun Apple í San Francisco í Bandaríkjunum frá því á miðvikudag.

Þeir sem fyrstir fá að höndla símann búa í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ástralíu, Japan, Hong Kong og í Síngapúr. Aðrir þurfa að bíða aðeins lengur. 

Forsvarsmenn Apple kynntu nýja iPhone-símann í síðustu viku og hefur hann selt mun betur en fyrri gerðir hans í forsölu. Síminn keyrir á nýjum örgjörva og nýju stýrikerfi, IOS 6, sem m.a. vb.is hefur fjallað ítarlega um. Lesa má um símann bæði hér og hér.

Stikkorð: Apple  • iPhone  • iPhone 5