*

Tölvur & tækni 16. nóvember 2012

Margir sækja í skotleikinn

Call of Duty halaði inn 500 milljónum dollara fyrsta sólarhringinn frá því sala hófst.

Nýjasta viðbótin við Call of Duty tölvuleikjaseríuna hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur.

Fyrsta sólarhringinn námu tekjur af sölu leiksins 500 milljóna dollara eða rúmlega 60 milljarða króna. Til samanburðar hófst sala á nýjasta leik Microsoft, Halo 4, fyrir viku síðan og námu tekjur af leiknum 220 milljónum dollara fyrsta sólarhringinn.

Fjárfestar búast við betri afkomu Activision, framleiðanda Call of Duty, en spáð hefur verið miðað við fyrstu sölutölur á Call of Duty tölvuleiknum.

Stikkorð: Call of Duty  • Activision