*

Menning & listir 6. október 2012

Margt að sjá á Vísindavöku

Hin árlega Vísindavaka vakti mikla lukku og höfðaði til áhugasviðs hinna ólíkustu hópa.

Á síðasta föstudegi septembermánaðar undanfarin ár hafa helstu vísindamenn landsins komið saman í því skyni að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Síðasti föstudagur var engin undantekning en þá fylltu vísindamenn og gestir Háskólabíó langt fram eftir kvöldi.

Eins og sjá má voru gestirnir á öllum aldri og var áhuginn mikill á gervifæti sem framleiddur er af stoðtækjafyrirtækinu Össuri.

Ólafur Stígsson mætti fyrir hönd íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. 

Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir í skurðlækningum, kenndi ,ásamt fimmta árs nemum, saumamennsku sem læknar nota.

Stikkorð: Vísindavaka