*

Menning & listir 10. ágúst 2012

Marilyn Monroe græðir og græðir

Ríflega fimmtíu árum eftir andlát kvikmyndastjörnunnar er ímynd hennar virði um 27 milljóna dala ári.

Meðan MM var á lífi var hún í hópi launahæstu leikkona í Hollywood. Núna, ríflega fimmtíu árum eftir að hún lést, halar ímynd hennar inn um 27 milljónum dala á ári, andvirði um 3,2 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg þýðir þetta að Marilyn er þriðja tekjuhæsti látni skemmtikrafturinn á eftir Michael Jackson og Elvis Presley.

Sem dæmi má nefna að myndir, sem teknar voru áður en hún varð fræg, seldust fyrir ríflega 350.000 dali og hvíti kjóllinn sem prýddi stjörnuna í kvikmyndinni The Seven Year Itch seldist fyrir ríflega fjórar milljónir dala.

Frægðarsól Marilyn Monroe fer síst dvínandi, en skemmst er að minnast þess þegar kvikmyndin My Week With Marilyn halaði inn 32,6 milljónum dala og í Bandaríkjunum er verið að sýna þáttaröðina Smash, sem fjallar um gerð söngleiks um líf hennar.

Stikkorð: Marilyn Monroe