*

Hitt og þetta 25. ágúst 2004

Maritech komin með gullvottun frá Microsoft

Hugbúnaðarfyrirtækið Maritech ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf., fékk þann 19. ágúst sl. gullvottun frá Microsoft Corporation sem "Microsoft Gold Certified Partner". Maritech er eina íslenska fyrirtækið sem fengið hefur þessa vottun fyrir Microsoft Business Solutions og er veitt fyrirtækinu vegna framúrskarandi árangurs við sölu, þjónustu, ráðgjöf og þróun lausna á Microsoft-Navision. Einungis mjög öflug og traust fyrirtæki á heimsmælikvarða eru þess megnug að fá gullvottun Microsoft Corporation.

Gullvottunin er hluti af kerfi á vegum Microsoft, sem snýst um mismunandi vægi samstarfs við fyrirtæki. Vægi þeirra er með þrennum hætti. Um er að ræða: "Registered partnership", "Certified partnership" og "Gold Certified partnership". Öll fyrirtæki geta orðið "registered partners". Til að verða "Certified partner" er nauðsynlegt að uppfylla ákveðin skilyrði um vottun starfsmanna, veltu, upplýsingar um viðskiptavini o.þ.h. Hins vegar eru mjög fáir samstarfsaðilar Microsoft sem náð hafa þeim áfanga að verða "Gold Certified partners" vegna mikilla krafna og skilyrða sem uppfylla þarf. Það er aðeins á færi þeirra fyrirtækja sem virkilega leggja sig fram og standa sig í sölu, þjónustu, innleiðingu og þróun á lausnum byggðum á Microsoft kerfum sem geta fengið gullvottun Microsoft. Um þessar mundir eru Microsoft Business Solutions söluaðilarnir að ganga inn í Microsoft samstarfsverkefnið og er Maritech eina fyrirtækið hér á landi sem náð hefur þeim áfanga að hljóta gullvottun Microsoft sem Microsoft Business Solutions söluaðili á Íslandi. Einungis um 50 fyrirtæki í Evrópu hafa hlotið gullvottun Microsoft fyrir sölu, þróun og ráðgjöf fyrir Microsoft Business Solutions segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.