*

Tölvur & tækni 2. júní 2012

Mark Long sest í stjórn Gogogic

Segist vilja tengja íslenska leikjaframleiðandann við menn og fyrirtæki í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamaðurinn Mark Long, sem er forstjóri leikjafyrirtækisins Meteor, hefur sest í stjórn íslenska leikjafyrirtækisins Gogogic. Long segir markmið hans með stjórnarsetunni að auðvelda Gogogic að komast í tengsl við menn og fyrirtæki í Bandaríkjunum og vekja athygli á fyrirtækinu og vörum þess. Long segir að næsti leikur Gogogic, Godsrule, falli mjög vel að hugmyndum hans um framtíð leikjaiðnaðarins og þeirri sýn sem Meteor hefur á bransanum.

„Svokallað Free-to-play módel er mjög hraðvaxandi í leikjaiðnaðinum í dag, einkum á jaðarsvæðum eins og S-Ameríku, Asíu og Rússlandi. Á það einkum við um leiki, sem spilaðir eru yfir netið í viðvarandi heimum, þ.e. svokallaðir fjölspilaraleikir. Klassíska módelið er áskrift, þar sem spilarar greiða leikjafyrirtækinu mánaðarlega fjárhæð fyrir að spila leikinn. Undanfarin misseri og ár hefur þróunin hins vegar orðið sú að fólk er ekki lengur tilbúið að verja eins miklum tíma og áður í einn leik. Fleiri hlutir keppa um athygli fólks, eins og til dæmis farsímar og spjaldtölvur.“

Nánar er fjallað um málið í VIðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Gogogic  • Godsrule  • Mark Long