*

Sport & peningar 16. desember 2012

Marklínutækni á HM

Marklínutækni var notuð í fyrsta sinn á leik á Heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu.

Marklínutækni var notuð í fyrsta sinn í leik á Heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu. Sanfreece Hiroshimas sigruðu Auckland City 1-0 með marki Toshihiro Aoyama.

Í þetta skipti var eina mark leiksins þó augljóst og því þurfti ekki að grípa til tækninnar til að skera úr um hvort um mark væri að ræða. Raunar verða tvö kerfi prufukeyrð á heimsmeistaramótinu, Goal-Ref sem notað var í fyrsta leiknum og Hawk-eye. Kerfin verða svo borin saman eftir mótið og frammistaðan skoðuð.

Stikkorð: Fótbolti