*

Ferðalög & útivist 9. mars 2013

Markmiðið að fjölga vetrargestum

Erfitt getur verið að reka hótel yfir vetrarmánuðina á meðan að oft vantar hótelnætur yfir sumartímann.

Rétt er að hafa í huga að rekstur hótela á Íslandi getur verið snúinn sökum þess hvernig fjöldi ferðamanna dreifist yfir árið. Öllum má vera ljóst að háannatíminn er yfir sumarið og hótelin þá gjarnan yfirfull, en erfitt getur verið að ná fram góðri nýtingu yfir vetrartímann.

Ef öll hótelbergi á höfuðborgarsvæðinu (sem eru í dag rúmlega 3.000) væru seld allan ársins hring myndi það samsvara um 2,3 milljónum gistinátta. Staðreyndin er þó sú að stærstur hluti hótelanna þarf að minnka umsvif sín allverulega yfir vetrartímann, t.d. með því að fækka þernum og starfsfólki í móttöku og á veitingastöðum.

Þetta á svo sem líka við um aðra starfsemi í ferðaþjónustunni en munurinn er sá að hótelherbergin eru til staðar allan ársins hring. Innan ferðaþjónustunnar er lögð mikil áhersla á að auka tíðni ferðamanna yfir vetrartímann eins og margoft hefur verið fjallað um.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.