*

Menning & listir 23. apríl 2015

Marvel borgið

Fyrir fimmtán árum síðan var Marvel við gjaldþrot, í dag hefur það framleitt eina tekjuhæstu kvikmyndaseríu allra tíma.

Avengers: Age of Ultron, ellefta kvikmyndin í Marvel Cinematic Universe mun opna í kvikmyndahúsum um allan heim í næstu viku. Ef að spár munu rætast, mun hún verða þriðja kvikmynd Marvel til að græða yfir milljarð dollara frá kvikmyndahúsum. Þá mun Marvel Cinematic Universe verða tekjuhæsta kvikmyndasería allra tíma, með hærri heildartekjur en Harry Potter, James Bond, Star Wars og Lord of the Rings seríurnar.

Marvel hefur heldur betur tekið við sér eftir áratugi af því að vera í öðru sæti á eftir DC Comics. DC Comics framleiddi fjölda hátekjukvikmynda á 8. og 9. áratugunum, á meðan fékkst Marvel við sjónvarpsseríur og framleiddi einungis eina kvikmynd á 9. áratugnum, Howard the Duck, sem gekk síður en svo vel í kvikmyndahúsum. Það var í umræðunni að gera kvikmyndir eftir teiknimyndaseríunum Spider-Man og Captain America en því miður voru peningar ekki til staðar, né tæknin sem þörf var á. Þegar tæknin var loksins til var fyrirtækið við gjaldþrot.

Við lok tíunda áratugarins ákvað forstjóri kvikmyndadeildar Marvel, Avi Arad, að fyrirtækið myndi ráða sína eigin handritshöfunda, leikstjóra og semja við kvikmyndastjörnur, og selja svo pakkann til stærri framleiðslufyrirtækis sem myndi sjá um gerð og dreifingu kvikmyndarinnar. Þessi hugmynd virkaði, Fox keypti X-Men, Sony keypti Spider-Man og New Line keypti Blade trílógíuna. Hins vegar var fyrirtækið ekki að njóta ágóðans af þessum hátekjumyndum.

Arad ákvað því að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem myndi framleiða kvikmyndir byggða á karakterum sem væru ekki annars staðar, þetta hófst með Iron Man. Eftir velgengni Iron Man hóf fyrirtækið framleiðslu á öðrum seríum meðal annars Captain America og The Avengers. 

Marvel hefur nú framleitt 11 kvikmyndir í Marvel Cinematic Universe sem samtals hafa skilað tekjum upp á 7,2 milljarða dollara eða sem nemur 981 milljarði íslenskra króna. Það virðist allt vera á uppleið hjá fyrirtækinu, en kvikmyndir eru nú þegar komnar í framleiðslu til áætlaðrar dreifingar fram til ársins 2020.

Stikkorð: Marvel  • Iron Man  • Avengers  • DC Comics