*

Bílar 25. nóvember 2012

Maserati frumsýnir nýja drossíu

Sjötta kynslóð Quattroporte verður frumsýnd í Detroit í janúar. Fyrstu myndirnar eru komnar.

Ítalski lúxusbílaframleiðandinn Maserati hefur sent frá sér myndir af nýjum Quattroporte, einu drossíunni sem framleidd er undir merkjum Maserati. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Detroit

Bíllinn þykir einstaklega vel heppnaður. Eins og fyrr er hann mjög sportlegur en um leið fágaður og fullur af lúxus.

Lítið hefur enn gefið gefið út um tæknibúnað í bílnum annað en að ný vél hefur verið hönnuð og verður hún smíðuð í verksmiðjum Ferrari í Marinello. Maserati hyggst ná framleiðslunni upp í 50 þúsund eintök árið 2015.

Quattroporte leit fyrst dagsljósið árið 1963 en framleiðslan hefur tvívegis stöðvast í nokkur ár í senn. Er þetta sjötta kynslóðin sem nú fer í framleiðslu.

Þó svo bíllinn virðist lítt breyttur að framan við fyrstu sýn, er um talsverða breytingu að ræða.

Mun meiri og augljósari breyting er á afturendanum.

Ef menn hafa efni á Quattroporte, er líklegt að þeir hafi efni á bílstjóra. Mikið pláss er fyrir farþegana tvo aftur í.

Þægindin eru líka fyrir bílstjórann.

 

Eldri kynslóðir Quattroporte

Quattroporte I (1963–1969) var framleiddur í 776 eintökum.

Quattroporte II (1974–1978) var byggður á lengri útgáfu af Citroen, en á þessum árum var Maserati í eigu Citroen. Bíllinn var aðeins byggður í 13 eintökum.

Quattroporte III, einnig nefndur Royale (1979–1990) var stefnt gegn Mercedes-Benz 450SEL 6.9. Bíllinn lék talsvert hlutverk í síðustu Godfather myndinni þegar Michael Corleone ók um sveitir Sikileyjar á Ítalíu.

Quattroporte IV (1994–2001) var framleiddur í 2400 eintökum. Bíllinn var talsvert minni en fyrirrennararnir.

Quattroporte V (2004 – 2012) er best heppnaði bíllinn til þessa. Bíllinn hefur verið vinsæll meðal efnamanna í Evrópu. Mest hafa verið framleidd rúmlega 5.000 eintök en minnst rúmlega 1.000 eintök árið 2010. Nú er sett markið á 50.000 bíla árið 2015.