*

Bílar 29. febrúar 2016

Maserati frumsýnir Levante

Nýr sportjeppi Maserati verður nú á næstunni frumsýndir á bílasýningunni í Genf, en hann heitir Levante.

Róbert Róbertsson

Maserati mun frumsýna nýjan sportjeppa á bílasýningunni í Genf sem fengið hefur nafnið Levante. Levante er fyrsti sportjeppi Maserati í rúmlega hundrað ára sögu fyrirtækisins.

Hann bætist í flotta flóru bíla frá ítalska lúxusbílaframleiðandanum eins og fólksbílana sportlegu Quattroporte og Ghibili og hreinræktuðu sportbílanna GranTurismo og GranCabrio.

Framleiðsla er þegar hafin í Mirafiori verksmiðjunni á Ítalíu. Ítalski bílaframleiðandinn hefur tilkynnt að Levante fari í sölu í Evrópu í vor og á öðrum mörkuðum síðar á árinu.

Sportjeppinn mun verða afar vel búinn og allar útfærslur koma útbúnar háþróaðri rafstýrðu loftfjöðrunarkerfi þar sem hækka má bílinn og lækka, Q4 fjórhjóladrifskerfi og átta þrepa sjálfskiptingu.

Maserati hefur enn ekki gefið neitt út um vélaúrval bílsins annað en að hann muni fást bæði með bensín- og díselvélum en vissulega má búast við hörkuafli undir vélarhúddinu ef maður þekkir Maserati rétt.

Undirvagn bílsins er hannaðir til að sameina framúrskarandi akstureiginleika sem búast má við af Maserati sem og dugandi torfærueiginleika. 

Stikkorð: Bílar  • Maserati  • Levante