*

Matur og vín 18. október 2013

Matarleiðarvísir fyrir Bandaríkin

Fyrir þau sem vilja rúnta um Bandaríkin í leit að bestu pizzusneiðinni eða hamborgaranum þá er kominn út leiðarvísir.

Nú er bara ekkert annað eftir fyrir fólk sem elskar bandarískan mat en að leigja bíl, taka bensín og rúnta um Bandaríkin því út er kominn leiðarvísir fyrir mat.

Hvar fæst besta krabbakakan í landinu? Hvar fæst besta þykkbotna pizzan? Hvað með besta rækjukokteilinn? Svarið fæst í The Great American Menu eða Stórkostlegi matseðill Bandaríkjanna.

Hvert fylki fær eina matartegund eða rétt og hann fær síðan einkunn. Í efstu sætunum eru þeir réttir sem þykja góðir og síðan fara þeir að slappast því neðar sem þeir lenda. Þeir sem standa að matseðlinum viðurkenna þó að hann er vissulega ekki tæmandi, ekki endilega sá nákvæmasti en hvað um það. Skemmtilegur og girnilegur er hann.

Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur nánar þá dýrð sem er í boði í hverju einasta fylki Bandaríkjanna, smellið þá hér

Stikkorð: Bandaríkin  • Matur  • Bandaríkin  • Gaman  • Fjör