*

Jólin 23. desember 2017

Matarlyktina burt

Náðu matarlyktinn í burtu með einföldum húsráðum.

Þegar verið er að elda hinar ýmsu tegundir af jólamat yfir hátíðarnar, sjóða, steikja, malla og fleira á það til að myndast mikil matarlykt. Á það sérstaklega við í dag á degi skötunnar. Fyrir þá sem vilja losna við mestan angan getur verið stórniðugt ráð að skella örlitlu ediki í pott ásamt vatni og einhverju sem að gefur góðan ilm á móti, ilmdropa eða öðru slíku. En þar sem það eru jú jól er einnig kjörið að setja kanilstangir, negulnagla og mandarínur eða annað jólalegt í pott og sjóða um stund og lyktin verður dásamleg.