*

Menning & listir 2. desember 2012

Matsnefndir gefast upp

Matsnefnd dánarbús Andy Warhol er meðal þeirra sem hætt hefur að meta verk. Kostnaður vegna lögsókna of hár.

Sérstakar matsnefndir í dánarbúum stærri myndlistarmanna í Bandaríkjunum hafa lagt upp laupana í stórum stíl á síðustu mánuðum. Dánarbú Roy Lichtenstein, Andy Warhol, Keith Haring og Jean Michel Basquiat eru meðal þeirra sem hætt hafa að meta verk á síðustu mánuðum.

Samhliða vaxandi verðgildi þessara listamanna hefur fjöldi lögsókna um hvort stök verk séu ósvikin eða ekki aukist verulega. Ástandið er orðið svo slæmt að dánarbúin ráða ekki lengur við vaxandi lögfræðikostnað, jafnvel þótt áreiðanlegt mat á því hvort verk þeirra séu ósvikin sé mjög mikilvæg þjónusta á markaðnum. Líklegt þykir að ástandið geti skapað töluverð vandræði í náinni framtíð en sem stendur er markaðurinn eini mælikvarðinn á hvort verk þessara listamanna séu ósvikin eður ei.

Stikkorð: Andy Warhol  • Keith Haring