*

Matur og vín 9. október 2013

Matur sem elskar þig tilbaka og svíkur þig aldrei

Hvernig væri að geyma megrunina og fitumælingarnar fram á vor eða bara þangað til aldrei?

Lára Björg Björnsdóttir

Það eru ekki allir sem nenna að sturta í sig grænum djúsum og jappla á salatblöðum og selerístilkum og þykjast fíla það þegar veður er vont, metrarnir á sekúndu nálgast tveggja stafa tölu og ekki sést á milli húsa vegna skafrennings.

Hér kemur ein góð uppskrift fyrir ykkur þegar myrkrið skellur á og eina ljósið í þessu dimma lífi er í formi matar:

Brauðið hennar Láru Bjargar

  • 375 gr hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 100 gr rifinn cheddar ostur
  • Jalapeno – bara slatti og saxað
  • Ólívur – bara slatti og saxað
  • 1 egg
  • 3 msk kornolía
  • 250 ml ab mjólk

Hveiti, salti, lyftidufti, osti, ólívum og jalapeno er blandað saman í skál og hrært saman lauslega með gaffli. Egg, olíu og ab mjólk er blandað saman í sér skál. Öllu blandað saman og hrært með gaffli. Deigið er blautt og því best að taka það upp með tveimur stórum skeiðum og móta á plötuna með bökunarpappír undir. Skellið eggi, smá mjólk og klípu af salti í litla skál og hrærið. Penslið brauðið með blöndunni. Bakið þangað til brauðið er gulllitað og borðið rjúkandi heitt.

Fleiri uppskriftir fyrir svangt fólk sem er ekki í megrun má finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem er komið út. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: gleði  • Matur  • Gaman  • Fjör