*

Hitt og þetta 30. september 2013

Þennan mat má borða þó hann sé útrunninn

Það getur verið sveitt að borða margra vikna gömul egg en það er ekki beinlínis hættulegt.

Matvörubúð, sem selur útrunnar matvörur, mun opna snemma á næsta ári í Bandaríkjunum. BBC segir frá málinu á vefsíðu sinni. 

Í Bandaríkjunum er matvælum hent í ruslið í 40% tilfella vegna þess að merkingar um síðasta söludag eða síðasta neysludag eru óljósar. Dana Gunders, matvælafræðingur, segir í rannsókn sem hún gerði að meirihluti matvæla endi í ruslinu vegna þess að hann sé merktur vitlaust og sagður ónýtur vegna aldurs þegar hann er algjörlega í lagi til neyslu.

Doug Rauch, fyrrum eigandi Trader Joe verslunarkeðjunnar, hyggst opna matvörubúðina og veitingastað að auki þar sem útrunninn matur verður á boðstólum. Skoðum nokkrar matvælategundir sem er í lagi að borða þrátt fyrir að vera komnar fram yfir síðasta söludag samkvæmt fréttinni á BBC:

  • Tortillaflögur
  • Súkkulaði
  • Jógúrt
  • Egg
  • Mjólk
Stikkorð: Matur  • Furðulegt