*

Matur og vín 1. febrúar 2013

Maturinn er hífður upp með talíu á Hraðlestinni - myndir

Fjórði veitingastaður Austurlandahraðlestarinnar opnaði í gær við Lækjargötu. Fjöldi gesta leit við.

„Við erum mjög ánægt með staðina okkar fjóra en það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni,“ segir Miroslav Manojlovic, einn af eigendum veitingastaðarins Austurlandahraðlestin. Fyrsti staðurinn opnaði við Hverfisgötu fyrir tíu árum. Opnun fjórða staðarins var fagnað í gærkvöldi. Húsið sem veitingastaðurinn er í er tvílyft og hefur það verið tekið rækilega í gegn. Þá voru allar innréttingar, stólar borð og viður í veggi fluttar sérstaklega inn frá Indlandi.

Þegar blaðamaður Viðskiptablaðsins kíkti við á opnuninni í gær vakti lyfta sem flytur mat á milli hæða sérstaka athygli hans. Lyftan er í raun viðarkassi sem matur er settur í og hífður upp með böndum á talíu upp um gat í loftinu á aðra hæðina fyrir gesti sem kjósa að snæða þar.

Staðurinn við Lækjargötu opnar gestum í dag og verður bæði hægt að borða á staðnum eða sækja mat. Einnig er boðið upp á heimsendingu.

Stefnt er að því að hafa staðinn opinn á daginn og kvöldin á virkum dögum og á kvöldin á laugardög­ um og sunnudögum.

Fjöldi gesta kíkti við opnun veitingastaðarins eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Arkitektinn Nikhil Dhumma, sem teiknaði veitingastaðinn, og Miroslav Manojlovic.

Meistarakokkurinn Siggi Hall með þeim Maríu Guðmundsdóttur, Steingrími Sigurgeirssyni og Völu Ólafsdóttur.

Astrid Boysen Kitty Johansen, Ágúst Reynir Þorsteinsson og Anna Lilja Johansen kát í skapi.

Ljósmyndararnir Páll Stefánsson og Bára Kristinnsdóttir spjölluðu á efri hæðinni á Austurlandahraðlestinni.

Ivica Gregoric, Davor Purusic og Tomislav Magdic ásamt eigandanum Miroslav Manojovic.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,Gunnhildur Sveinsdóttir og Brynhildur Guðmundsdóttir.