*

Bílar 11. janúar 2022

Max Verstappen til Viaplay

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, hefur náð samkomulagi við Viaplay um gerð heimildaþátta.

Róbert Róbertsson

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa komist að samkomulagi til næstu ára um að hollenska Formúlu 1 súperstjarnan komi fram í efni sem aðeins er ætlað áhorfendum Viaplay. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viaplay.

Aðdáendur munu geta streymt einstökum heimildarþáttum þar sem Verstappen segir upplýsir hvernig á að sigrast á erfiðustu kappakstursbrautum heims, ásamt því sem við skyggnumst inn í líf hans fjarri miskunnarlausu álagi íþróttarinnar, og margt fleira. Verstappen mun auk þess verða sendiherra Viaplay á öllum mörkuðum þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1.

Hefur titilvörn sína í mars

Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, skráði sig á spjöld sögunnar í desember 2021, þegar hann varð fyrsti Hollendingurinn til að verða heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1. Heimsmeistaratitillinn er hápunkturinn á ótrúlegum ferli hins 24 ára gamla Max Verstappen til þessa, en frægðarsól hans hefur risið mjög hratt undanfarin ár. Fyrir var hann yngsti keppandi og sigurvegari í Formúlu 1 og Íþróttamaður ársins í Hollandi.

Verstappen hefur titilvörn sína í mars, með gríðarlegan fjölda ástríðufullra stuðningsmanna á bak við sig. Hver einasti kappakstur á komandi keppnistímabili í Formúlu 1 - þar á meðal hollenski kappaksturinn á hinni frægu Zandvoort-braut, sem liggur meðfram ströndinni - verður í beinni útsendingu á Viaplay í Hollandi, á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Frá og með 2023 mun Viaplay einnig sýna Formúlu 1 í Póllandi.

Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi, segir að samstarfið við Max Verstappen sýni hversu sterk skuldbinding Viaplay til Formúlu 1 er.

„Með því að bæta við einkaefni frá Max munum við færa áhorfendur inn í hraðasta þátt á jörðinni, sem aldrei fyrr. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Max Verstappen og höldum áfram að bjóða íslenskum áhorfendum fjölbreytt sjónvarpsefni," segir Hjörvar.

Max Verstappen:

„Ég hlakka mikið til spennandi samstarfs við Viaplay, þar sem við höfum bæði metnað til að verða þau allra bestu í okkar fagi. Það verður frábært að vinna með fagfólki Viaplay á vettvangi, eins og David Coulthard, Mika Häkkinen og Tom Kristensen. Ég er viss um að reynsla þeirra sem fyrrum heimsklassa ökumenn sé mikill kostur. Streymisveitan Viaplay er kannski ný fyrir hollenskum áhorfendum, en hún hefur sannað sig sem streymisþjónusta á alþjóðlegum vettvangi.“

Stikkorð: Max  • Verstappen