
Mercedes-Benz mun frumsýna í lok mánaðarins lúxusútgáfu af bílnum S-Class, flaggskipi bílaframleiðandans. Bílinn verður nefndur Mercedes-Maybach S 600 .
Mercedes-Benz tilkynnti fyrir tveimur árum að framleiðslu á Maybach bílnum yrði hætt. Fyrsta Maybach bifreiðin leit dagsins ljós árið 1918 og hét W3. Saga Maybach er þó langt frá því að vera samfelld því að starfsemin stöðvaðist í stríðslok árið 1945 og hófst ekki á ný fyrr en árið 1997 þegar Daimler hóf framleiðslu á rándýrum ofurlúxusbílum.
Hins vegar myndi kröfum kaupendahóps Maybach verða mætt með lengdri útgáfu af íburðarmiklum S-Class.
Í gær sýndi framleiðandinn tvær myndir af bílnum. Hér fyrir neðan má sjá prufuakstur á bílnum, en líklegt er að útlit bílsins eitthvað frábrugðið þegar hann verður frumsýndur Los Angeles í lok mánaðarins.