*

Sport & peningar 10. júní 2015

Mayweather tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er með fjórum sinnum hærri tekjur en knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo.

Hnefaleikakappinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýbirtum lista Forbes, en samkvæmt honum hefur hann haft 300 milljónir dala í tekjur síðasta árið. Fjárhæðin jafngildir tæpum 40 milljörðum íslenskra króna.

Hnefaleikar virðast skila ríflegum tekjum, en í öðru sæti listans situr bardagamaðurinn Manny Pacquiao með 160 milljónir dala í tekjur, en hann atti einmitt kappi við Mayweather fyrr á þessu ári þar sem hann mátti bíða lægri hlut. Má þó ætla að bardaginn hafi skilað þeim báðum umtalsverðum fjárhæðum.

Í þriðja sæti listans situr knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo með 79,6 milljónir dala í tekjur sem nemur rúmum fjórðungi af tekjum Mayweather. 

Tíu tekjuhæstu íþróttamennirnir

1. Floyd Mayweather (hnefaleikar) - 300 milljónir dala
2. Manny Pacquiao (hnefaleikar) - 160 milljónir dala
3. Cristiano Ronaldo (knattspyrna) - 79,6 milljónir dala 
4. Lionel Messi (knattspyrna) -  73,8 milljónir dala
5. Roger Federer (tennis)  - 67 milljónir dala
6. LeBron James (körfubolti) - 64,8 milljónir dala
7.  Kevin Durant (körfubolti) - 54,1 milljón dala
8.  Phil Mickelson (golf) - 50,8 milljónir dala
9.  Tiger Woods (golf) - 50,6 milljónir dala
10. Kobe Bryant (körfubolti) - 49,5 milljónir dala

Sjá má listann í heild sinni hér.