*

Sport & peningar 5. júní 2018

Mayweather tekjuhæstur

Bandaríski boxarinn Floyd Mayweather er tekjuhæsti íþróttamaðurinn samkvæmt lista Forbes.

Boxarinn Floyd Mayweather er tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 275 milljónir bandaríkjadali samkvæmt lista yfir 100 tekjuhæstu íþróttamennina sem gefinn er út af tímaritinu Forbes. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um málið. 

Þeir hundrað íþróttamenn sem voru með hæstu tekjurnar þénuðu samanlagt 3,2 milljarða bandaríkjadala. En það er 23% hækkun frá því í fyrra.

Listinn yfir þá 10 tekjuhæstu:

  1. Floyd Mayweather - boxari ($285m)
  2. Lionel Messi - fótbolti ($111m)
  3. Cristiano Ronaldo - fótbolti ($108m)
  4. Conor McGregor - blandaðar bardagalistir ($99m)
  5. Neymar - fótbolti ($90m)
  6. LeBron James - körfubolti ($85,5m)
  7. Roger Federer - tennis ($77.2m)
  8. Stephen Curry - körfubolti ($76.9m)
  9. Matt Ryan - amerískur fótbolti ($67.3m)
  10. Matthew Stafford - Amerískur fótbolti ($59.5m)