*

Menning & listir 22. maí 2014

McCartney aflýsir tónleikaferð

Paul McCartney er illa haldinn af veirusýkingu.

Paul McCartney, Bítillinn frægi, hefur ákveðið að aflýsa tónleikaferð sinni í Japan og Suður Kóreu. Hann var lagður inn á spítala á dögunum vegna veirusýkingar. Í síðustu viku frestaði hann nokkrum tónleikum og baðst afsökunar á því. Síðan þá hefur honum farið hrakandi.

„Ég vil þakka aðdáendum mínum í Japan fyrir tryggð þeirra, stuðning og skilning,“ sagði McCartney í yfirlýsingu. Ég vonast til að sjá ykkur öll fljótt. Ástarkveðjur, Paul,“ sagði jafnframt. 

Hér má lesa meira um McCartney. 

Stikkorð: Paul McCartney