*

Menning & listir 5. mars 2018

McDormand vakti athygli á Óskarnum

The Shape of Water fékk óskarinn fyrir bestu kvikmyndina og Guillermo del Toro fyrir leikstjórn sína á myndinni.

Myndin The Shape of Water fékk óskarinn fyrir bestu kvikmyndina í ár en margir höfðu spáð því að Three Billboards Outside Ebbing, Missouri myndi hreppa verðlaunin. Frances McDormand sem fór með aðalhlutverkið í síðarnefndu myndinni fékk hins vegar óskarinn fyrir leik sinn í flokki leikkvenna í aðallhlutverki. Þá hreppti Sam Rockwell einnig óskar fyrir leik sinn í Three Billboards Outside Ebbing, Missouri í flokki leikara í aukahlutverki. 

Guillermo del Toro hlaut einnig fyrir leikstjórn sína á The Shape of Water. Þá hlaut Gary Oldman óskarinn í flokki leikara í aðalhlutverki og Allisson Janney í flokki leikkvenna í aukahlutverki.

Icarus var valin besta heimildarmyndin og Get Out fékk óskarinn fyrir besta frumsamda handritið.

Þakkarræða Frances McDormand vakti töluverða athygli en í henni bað hún allar konur sem tilnefndar höfðu verið til óskarsverðlauna að standa upp og bað fólk um að líta í kringum sig því allar þessar konur hefðu sögur að segja og verkefni sem þörfnuðust fjármögnunar.