*

Sport & peningar 24. október 2014

McIlroy stefnir umboðsmanni

Kylfingurinn Rory McIlroy segist hafa verið of ungur og reynslulítill þegar hann samdi við umboðsskrifstofuna.

Golfsnillingurinn norður-írski, Rory McIlroy, hefur höfðað mál gegn umboðsskrifstofu sinni, Horizon Sports Management, en hann hefur deilt við skrifstofuna um þóknanir um nokkurt skeið. Milljónir evra eru í húfi, að því er segir í frétt Business Standard.

McIlroy vill ekki greiða tvær milljónir evra, sem umboðsskrifstofan telur sig eiga rétt á, og vill meina að hann hafi verið of ungur og reynslulítill þegar hann skrifaði undir samninginn við skrifstofuna.

Stikkorð: Rory McIlroy