*

Sport & peningar 5. október 2014

McIlroy tekjuhæstur á PGA-mótaröðinni

Tekjur Rory McIlroy af PGA-mótaröðinni námu í ár rétt tæpum milljarði króna.

PGA-mótaröðinni lauk nú um helgina með Ryder-bikarnum og er þá við hæfi að staldra við og skoða árangur golfaranna, ekki síst þegar kemur að tekjum spilaranna, sem geta verið töluverðar. Rory McIlroy var bæði með flesta sigra og sá tekjuhæsti í ár, með tekjur að fjárhæð 8,3 milljónir dala, eða um einn milljarð króna. Þetta er þó minna en tekjur Tigers Woods árið á undan, þegar Woods fékk 8,6 milljónir dala í sinn hlut.

Það skýrist m.a. af því að McIlroy bar sigur úr býtum á þremur mótum í ár, en Woods vann fimm mót í fyrra. Sá maður sem hæstar tekjur hefur haft af mótaröðinni frá upphafi – án þess að tekið sé tillit til verðbólgu – er Vijay Singh, sem árið 2005 fékk 10,9 milljónir dala í sinn hlut eftir að hafa unnið í níu mótum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.