*

Sport & peningar 21. júlí 2014

Með 15 milljónir í laun á dag

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen hefur aldrei verið vinsælli en tekjur hennar námu 5,4 milljörðum króna á síðasta ári.

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen fagnaði 34 ára afmæli sínu á sunnudaginn en hún hefur mörgu öðru að fagna. Hún birtist meðal annars nýlega á Forbes Celebrity 100 listanum yfir frægt fólk, 14. árið í röð, en hún er eina brasilíska manneskjan til að landa á listanum. Það eru þó tekjur hennar sem vekja mestu athygli.

Samkvæmt tölum Forbes hafa tekjur fyrirsætunar aldrei verið hærri en þær námu 47 milljónum dollara árið 2013, eða sem nemur 5,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta þýðir að hún er með 128.000 dollara í tekjur á dag, eða sem nemur 15 milljónum króna.

Tekjur hennar koma að mestu leyti frá samningum við H&M, Chanel, Carolina Herrera og Louis Vuitton.

Eftir að þessar tölur voru birtar hefur Bundchen bætt við sig tveimur nýjum samningum við tískuhús Emilio Pucci og Balenciaga. Hún mun einnig leika í Chanel No. 5 auglýsingu sem Moulin Rouge leikstjórinn Baz Luhrmann mun leikstýra á næstunni. Því er öruggt að segja að nóg sé að gera hjá fyrirsætunni vinsælu.

Stikkorð: Gisele Bundchen