*

Bílar 9. janúar 2018

Með 49 tommu skjá í innanrýminu

Kínverki bílaframleiðandinn Byton kynnir til leiks hugmyndabíl á CES sýningunni í Las Vegas í þessari viku.

Þessi netti sportjeppi fær heitið Byton Crossover Concept og mun án efa vekja athygli sýningargesta og þá að öllum líkindum aðallega fyrir innanrýmið því þar verður 49 tommu skjár sem mun gleypa innanrýmið að mestu. Skjárinn mun ná alveg yfir mælaborðið að framdyrum sitt hvoru megin.

Bíllinn verður í boði með afturhjóladrifi en í þeirri útfræslu mun rafmótorinn skila 268 hestöflum til hjólanna og á bíllinn að komast um 430 km á hleðslunni. Síðan verður í boði aflmikil ofurútgáfa sem er fjórhjóladrifinn og 469 hestafla. Sá bíll á að komast um 500 km á rafhlöðunni. Forvitnilegt verður að fylgjast með þróuninni á þessum kínverska rafbíl en stefnt er á að bíllinn komi á markað árið 2020.