*

Bílar 7. desember 2014

Með bíladellu frá fæðingu

Bjarki Jónsson er sérlega mikill aðdáandi BMW bifreiða og hefur átt tæplega 50 slíka bíla.

"Ég hef verið með bíladellu síðan ég fæddist. Ég byrjaði að safna fyrir bíl þegar ég fermdist og keypti mér fyrsta bílinn þegar ég var 16 ára. Það var reyndar NIssan en fyrsti MBWinn kom tveimur árum seinna. Ég var reyndar svolítill Mercedes-maður í byrjun en svo byrjaði ég að vinna hjá Bílaumboðin sem var innflutningsaðili BMW á þeim tíma. Eftir það var ekki aftur snúið í BMW-dellunni. Þótt MBW sé í miklu uppáhaldi, þá eru Porsche og Mercedes líka skemmtilegir bílar, enda þýskir eðalbílar," segir Bjarki Jónsson. Hann er einn eigenda Eðalbíla sem sérhæfa sig einmitt í viðgerðum á BMW sem og Land Rover. 

„Ég hef átt marga BMW um ævina og ég held að þeir telji hátt í 50. Ég á enn nokkra og þar af eru tveir mér sérstaklega kærir. Annar er M5 árgerð 2001. Hanner kraftmikill og skemmtilegur bíll. Vélin skilar 400 hestöflum og togið er 500 Nm. Hinn er BMW 523i árgerð 1997. Alveg ótrúlega góður bíll og alger dásemd að aka honum. Þetta er sennilega besti bíll sem ég hef átt af mörgum góðum."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.