*

Bílar 16. ágúst 2017

Með drægni upp á rúma 200 km

Rafbíllinn Hyundai Ioniq Electric er kominn til landsins.

Rafbíllinn Hyundai Ioniq Electric er kominn til landsins og hefur fengið athygli eins og flestallir rafbílar fá raunar enda margir sem eru spenntir fyrir að skoða þann möguleika að hlaða bílinn og þurrfa aldrei að fara á bensísntöð að taka eldsneyti.

Bíllinn er nokkuð laglegur í hönnun og svolítið öðruvísi og þá sérstaklega framendinn. Grillplatan rammar inn LED aðalljósin og framstuðarinn skartar eftirtektarverðum LED dagljósum og einkennandi koparlitaðri neðri brún. Ioniq er með rafmótor sem skilar 120 hestöflum. Bíllinn er 10,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hármakshraði hans er 165 km/klst. Áætluð drægni bílsins er 209 km þótt við bestu hugsanlegu aðstæður sé drægnin gefin upp 280 km en það er þá á hlýrri slóðum en hér á landi. 

Ionic er útblásturslaus bíll eins og hreinir rafbílar eru. Loftviðnámsstuðull er upp á aðeins 0,24 sem er mjög gott fyrir þennan stærðarflokk bíla. Ionic er búinn þremur akstruskerfum, Eco, Normal og Sport þannig að hægt er að leika sér aðeins með hvernig ökumaður hagar akstrinum.

Stikkorð: bílar  • drægni  • Hyundai Ioniq Electric