*

Ferðalög & útivist 4. nóvember 2012

Með leyfi til að drekka

Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, þurfti að sækja um formlegt leyfi til að panta sér drykk á ferðalagi sínu í Texas.

Árið 2002 lá leið mín til Dallas í Texas. Á þeim tíma rak ég fyrirtækið Maskina, sem seldi tæknilausnir inn á farsímamark­aðinn. Við vorum í viðræðum við fyrirtæki þar í borg og vörðum nokkrum dögum á svæðinu ásamt samstarfsaðilum okkar og tilvonandi viðskiptavini.

Hótelið okkar var í úthverfi töluvert langt frá mið­ bænum og ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar veitingastaði. Við röltum þó nokkrar húsaraðir og fundum þar skyndibitastað sem seldi mexíkóskan mat. Þegar kom að því að panta drykki með matnum vissum við ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar afgreiðslustúlkan spurði hvort við værum með „license“. Það kom sem sagt á daginn að við vorum staddir í því sem kallað er „dry county“, en það eru bæjarfélög þar sem aðeins þeir sem eru í þar til gerðum klúbbum hafa leyfi til að kaupa áfengi.

Þetta eru víst ein­ hverskonar leifar frá bannárunum og var málamiðlunin á þeim svæðum þar sem andstaða við afléttingu bannsins var sem mest. Við vorum að sjálfsögðu ekki í slík­ um klúbbi og gátum s.s. alveg látið okkur nægja Diet kók í þetta sinn. Það kom okkur hins vegar ánægjulega á óvart þegar yfirmaður staðarins mætti með umsóknareyðublöð handa okkur þar sem við sóttum um skyndiinngöngu í drykkjuklúbb bæjarins, sem síðan var afgreidd á 10 mínútum ásamt þessum ljómandi fínu frosnu margarítum.

Við fengum meira að segja skírteini upp á herlegheitin og ég get því með sanni sagt að ég sé „licensed to drink“!