*

Tíska og hönnun 19. júlí 2013

Með San Francisco út um eldhúsgluggann

Útsýnið úr þessu fallega húsi er ekki ónýtt.

Í bænum Tiburon, rétt fyrir utan San Francisco er dýrindis hús til sölu með útsýni yfir alla borgina. 

Búið er að gera húsið upp fyrir stórfé og var engu til sparað við íburðinn. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, fjögur baðherbergi og fallegar stofur þar sem útsýnið fær að njóta sín. 

Úti á veröndinni eru eldhús, gasgrill og sundlaug. Og húsið er sniðið fyrir skemmtileg boð því vínkjallarinn er stór með sérstökum kæliskápum fyrir hvítvínið og vindlaherbergið er að sjálfsögðu með mjög vandaðri loftræsingu. 

Húsið kostar aðeins 837 milljónir króna og er 495 fermetrar. Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • San Francisco