*

Bílar 2. nóvember 2016

Megane í langbaksútfærslu

Nýr Renault Megane Tourer í langbaksúrfærslu var kynntur á dögunum.

Nýr Renault Megane Sport Tourer var kynntur hjá BL á dögunum. Hann er lengri en hefðbundinn Megane enda í langbaksútfærslu. Þetta er þægilegur og rúmgóður bíll og með flutningsrými upp á 580 lítra með sæti uppi og 1695 lítra með sæti niðri.

Renault Megane Sport Tourer er framhjóladrifinn, búinn 110 hestafla 1500 dCi Common Rail dísilvél með forþjöppu. Hægt er að velja um 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra EDC sjálfskiptingu og er eyðslan í báðum tilvikum um 3,7 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur.

Meðal staðalbúnaðar í farþegarými má nefna 7” snertiskjá með leiðsögukerfi með Íslandskorti.

Megane Stort Tourer er vel búinn aksturs- öryggibúnaði. Bíllinn er með Halogen aðalljós sem búin eru aðstoð við skiptingu milli háa og lága aðalljósageislans vegna umferðar á móti í myrkri eða þegar ekið er inn í veggöng. Þegar kemur að öðrum öryggisatriðum má nefna stöðugleikastýringu, spólvörn, ABS með hjálparátaki í neyðarhemlun, brekkuaðstoð, dekkjaþrýstingskerfi, fjarlægðarvara bæði að framan og aftan, akreinavara og vegaskiltisnema (Roadsign recognition).

Stikkorð: Renault  • langbakur