*

Heilsa 23. janúar 2013

Megrunarmýtan um kolvetnin á kvöldin

Ekki sleppa brauðátinu með kvöldmatnum ef þú vilt grennast.

Nú mega brauðhatarar til sjávar og sveita vara sig en samkvæmt ísraelskri rannsókn hefur komið í ljós að viljir þú grennast þá getur hjálpað til að borða kolvetni á kvöldin. Þetta kemur fram á nýsjálensku vefsíðunni Stuff.co.nz.

Hópur af þybbnu lögreglufólki í Tel Aviv var rannsakaður. Þeir sem borðuðu kolvetni á kvöldin mældust með hærra Leptin gildi í blóðinu en þeir sem borðuðu kolvetni jafnt yfir daginn og ekkert eftir klukkan fimm.

Leptin er hormónið sem segir okkur að við séum södd. Svo það segir sig sjálft að í heimi megrunar er elegant að hafa Leptin gildið í hærri kantinum svo átið fari ekki úr böndunum. Í greininni kemur líka fram að kolvetni ýti undir góðan nætursvefn. 

Svo, allir út í bakarí. Á kvöldin. 

Stikkorð: Heilsa  • Brauð  • Kolvetni