*

Matur og vín 25. janúar 2014

Meira að gera á þorrablótum þegar kalt er úti

Birgir hjá Veislulist segir meira að gera á þorrablótunum ef kalt er úti og frost.

„Okkur finnst þetta fara eftir veðri,“ segir Birgir Arnar Birgisson, matreiðslumeistari hjá Veislulist, um aðsókn í þorrahlaðborðin.

„Ef það er kalt úti og frost þá er mikið að gera en ef það er heitara þá er minna að gera,“ segir Birgir. Hann kann engar sérstakar skýringar á þessu nema kannski þær að það er meiri stemning yfir þorramat þegar það er snjókoma. „Það er bara meira í þessu ef það er kalt, ekki sumarveður eins og er núna. Við erum samt með fullt af pöntunum en við sjáum að það er færra í hópunum.“

Birgir segir sinn uppáhaldsmat vera hákarl, punga og sviðasultu. „Flest af þessu er mjög gott. En bringukollarnir eru allra sístir. Þeir eru bara fita og brjósk, soðið og sett í mjólkursýru.“