*

Menning & listir 3. desember 2014

Meira en skraut

Skartgripafyrirtækið OrriFinn fetar ótroðnar slóðir með heillandi skarti sem ætlað er báðum kynjum.

Ásta Andrésdóttir

Að baki OrriFinn, sem stofnað var árið 2011, standa þau Orri Finnbogason og Helga Frið­riksdóttir. Orri er gullsmiður og hefur hannað skartgripi undir nafninu OrriFinn frá því að hann útskrifaðist sem gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2002. Fyrir og eftir útskrift bjó hann í New York þar sem hann sérhæfði sig í demantaísetningu. Helga er með BA-gráðu í spænsku en hefur unnið í hönnunargeiranum í mörg ár.

Hverjar eru áherslur og markmið OrriFinn?

„Markmið OrriFinn vörumerkisins er að setja á markað skartgripi sem byggja ekki á staðalímynduðum viðfangsefnum skartgripaiðnaðarins. Við leitumst við að láta skartgripina vera meira en skraut – þeir geta endurspeglað lífsviðhorf, þeir eru táknrænir og hlaðnir merkingu. Við viljum sjá sem flesta skarta OrriFinn skarti; við viljum höfða jafnt til karla sem kvenna. Við viljum að skartgripirnir séu hversdags; þá á að nota við öll tækifæri.“

Hvernig er verkaskiptingin?

„Með okkar ólíka bakgrunni höfum við víkkað sjóndeildarhringinn hjá hvort öðru og ýtt hvort öðru út fyrir ákveðin mörk í hugmynda- og sköpunarvinnunni jafnt sem í framkvæmdinni og verklaginu sjálfu. Við vinnum hugmynda- og hönnunarvinnuna alfarið saman. Þegar kemur að verklegu hliðinni sér Orri um að smíða og um það sem þarfnast gullsmíðakunnáttu en Helga sér um samsetningar og allt verklegt utan sjálfrar smíðinnar.“

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.