*

Ferðalög 1. október 2013

Meirihluti farþega á móti því að halla sætisbökum aftur

Meirihluti farþega vill ekki að leyfilegt sé að halla sætisbakinu aftur í löngum flugferðum.

Í könnun sem ferðavefsíðan Skyscanner gerði kom í ljós að 91 prósent farþega vill banna farþegum að halla sætum aftur eða hið minnsta hafa tímamörk á því hvað farþegi geti hallað sæti sínu aftur lengi og banna slíkt alfarið í lengri flugum.

Í sömu könnun kom fram að 60 prósent flugáhafnar hefur orðið vitni að alvarlegum rifrildum í tengslum við sætisbökin þegar annar farþegi hallar sætisbakinu aftur og sá fyrir aftan bregst illa við.

Sálfræðingurinn Becky Spelman segir þetta mjög eðlilegt í ljósi þess að farþegar skiptast jafnan í tvo hópa á ferðalögum: Þeir sem taka tillit til náungans og þeir sem gera það ekki.

Í könnuninni kom einnig fram að 70 prósent farþega viðurkenna að hafa hallað sætisbaki sínu aftur vitandi af óléttri konu fyrir aftan sig. Þá kemur fram að konur á aldrinum 18 til 24 ára eru líklegastar að taka tillit til náungans en karlar eldri en 35 eru líklegastir til að hugsa fyrst og fremst um sig sjálfa. Áhugavert. 

Sjá nánar á Stuff.co.nz.

Stikkorð: Flugvélar  • Vonbrigði  • Vesen  • Örvænting