*

Menning & listir 29. janúar 2021

500 ára gamalt málverk fór á 12 milljarða

Eitt af meistarverkum ítalska endurreisnarmálarans Sandro Botticelli fór á 12 milljarða á uppboð Sotheby‘s í New York í vikunni.

Portrett málverk eftir ítalska endurreisnarmálarann Sandro Botticelli var selt á uppboði Sotheby‘s í New York á 92 milljónir dollara, jafnvirðið um 11,9 milljarða króna. Málverkið er eitt af meistaraverkum Botticelli  en talið er að hann hafi málað það einhvern tímann á tímabilinu 1470-1490 og er nú orðið meðal dýrustu málverkum allra tíma. BBC greinir frá.

Útboðið þykir vera vísbending um að þrátt fyrir heimsfaraldur og heimskreppu séu listaverkasafnarar enn tilbúnir að borga háar fjárhæðir fyrir sjaldgæf meistarverk. 

Á málverkinu heldur unglingur með langt sítt ljóst hár heldur á á platta þar sem á er dýrlingur.

Sotheby‘s ferðaðist með verkið um heiminn og sýndi það söfnurum og örðum sem talið var líklegt að myndu bjóða í það. „Ungi maðurinn á málverkinu hefur líklega ferðast meira í COVID en nokkur maður sem við þekkjum,“ hefur BBC eftir Charles Stewart, forstjóri Sotheby's. Verkið var meðal annars sýnt í Los Angeles, London og Dubai.

Greiddar voru 80 milljónir dollara, um 10,3 milljarða fyrir málverkið sjálf en verðið hækkaði í 92,2 milljónir dollara, um 12 milljaðra króna að viðbætum þóknunum og sölulaunum. 

Sjá einnig: Vorsala Sotheby’s nú fyrst stafræn 

Uppboðinu var streymt frá New York og var lokið á fimm mínútum, þar sem einungis tveir buðu í verkið. Benda má á að íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk hefur á undanförnum árum unnið fyrir Sotheby‘s að því að gera uppboðskerfi fyrirtækisins stafrænt og hófust slík uppboð á síðasta ári. 

Talið er að málverkið hafi verið í um 200 ár í eigu velskrar aðalsfjölskyldu en varð ekki þekkt í listaheiminum fyrr en snemma á 20. öld. Undanfarin 40 ár hefur það að mestu verið til sýnis á listasöfnum, eða frá því að núverandi eigandi keypti verkið á 810 þúsund pund árið 1982. Botticelli er einn af meisturum ítalskar frumendurreisnar og er talinn hafa verið upp á árunum 1445-1510 en hans þekktasta verk er líklega Fæðing Venusar.