*

Hitt og þetta 27. febrúar 2018

Meniga fagnar góðu gengi

Georg Lúðvíksson, forstjóri og stofnandi Meniga hélt ávarp um þá spennandi tíma sem framundan eru hjá fyrirtækinu.

Síðastliðinn föstudag bauð Meniga vinum og velunnurum í heimsókn í skemmtilegan gleðskap til að fagna góðum árangri síðustu missera. Fögnuðurinn fór fram á starfstöðvum Meniga á Íslandi á 13. hæð í Turninum Kópavogi. Þar kom meðal annars fram að Meniga hefur aldrei bætt við sig jafnmörgum stórum viðskiptavinum og á árinu 2017. Einnig gerði Meniga sinn stærsta samning til þessa í desember síðastliðnum, við bankasamstæðuna BPCE sem telur um 30m viðskiptavini.

Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnandi Meniga og Bragi Fjalldal, framkvæmdastjóri markaðssviðs og viðskiptaþróunar héldu ávarp um gengi Meniga á árinu ásamt þeim spennandi tímum sem framundan eru

Síðastliðið ár hefur verið gríðarlega viðburðaríkt ár fyrir Meniga. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum gríðarlegan vöxt, unnið til verðlauna um allan heim, samið við suma af stærstu bönkum heims, opnað nýjar skrifstofur erlendis og þróað nýjar og spennandi vörur sem eru að móta bankastarfsemi framtíðarinnar.


Margir góðir gestir kíktu í heimsókn og tóku þátt í fögnuðinum með starfsmönnum Meniga og má þá nefna: Frosti Sigurjónsson og kona hans Auður Svanhvít Sigurðardóttir, Gauti Guðmundsson, framkvæmdastjóri Novomatic á Íslandi, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Musilla, Svanlaug Jóhannsdóttir söngkonu, Einar Guðmundsson forsvarsmann nýsköpunarmála hjá Arion banka, Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunardeildar HR, Einar Þór Gústafsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Get local og bandaríski athafnamaðurinn Oliver Luckett. 


25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is