*

Menning & listir 18. ágúst 2012

Menningarhús með meiru

Kvikmyndahúsið Bíó Paradís var stofnað af fagfélögum kvikmyndagerðarmanna, Heimili kvikmyndanna, sem er sjálfseignarstofnun og er rekin án hagnaðarsjónarmiða.

Það er óhætt að segja að stemningin í Bíó Paradís sé frábrugðin mörgum kvikmyndahúsum enda bíóið hugsað sem menningarhús. Íslendingar hafa tekið þessu kvikmyndahúsi mjög vel og hefur aðsóknin aukist um 30% milli ára.

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna segir markmið félagsins vera að auðga og styðja kvikmyndamenningu á landinu. Hún segir að fjölbreyttar kvikmyndir hvaðanæva úr heiminum vera sýndar í Bíó Paradis. „Við sýnum mikið af evrópskum og íslenskum myndum. Við sýnum í rauninni allt nema Hollywood-myndir. Sýnum einnig íslenskar heimildarmyndir og stuttmyndir sem eru hvergi sýndar annars staðar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.