*

Bílar 29. mars 2015

Mercedes ætlar að taka þátt í pallbílastríðinu

Mercedes-Benz ætlar að koma með pallbíl á markað eftir fimm ár. Bandaríkin eru ekki aðal markaðssvæðið.

Mercedes-Benz hefur tilkynnt framleiðslu á pallbíl í síðasta lagi árið 2020.

Þó svo að Bandaríkin sé land pallbílsins, en þrír mest seldu bílarnir þar í fyrra voru pallbílar, verða aðalmarkaðssvæðin S-Ameríka, Afríka, Ástralía og Evrópa. 

Bíllinn verður minni en Ford F-150 og Chevrolet Silverado, mest seldu bílunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Mercedes-Benz hefur ekki framleitt eiginlega pallbíla í áratugi, utan G-jeppans sem hefur komið í slíkri útgáfu.

Stikkorð: Mercedes-Benz