*

Bílar 5. janúar 2013

Mercedes Benz 190 SL og 300 SL - 1. kynslóðin

Bíllinn var framleiddur árin 1954-1963. Hann var hraðskreiðasti bíll heims á sínum tíma.

 Í febrúar 1954 voru 190 SL og 300 SL kynntir á bílasýningunni í New York. Þar með voru bílarnir loks boðnir almenningi til kaups.

190 SL (W121) var minni og fyrsti alvöru blæjubíllinn frá Mercedes. Bíllinn var mun ódýrari en 300 SL og framleidd var 25.881 eintak.

Mercedes Benz 300 SL coupé (W198) er einn frægasti bíll þýska bílaframleiðandans. Kappaksturseiginleikarnir voru sóttir í W194 og hurðirnar opnuðust upp, sem þótti afar framúrstefnulegt.

Ný innspýting frá Bosch jók kraft vélarinnar mikið sem skilaði 222 hestöflum. Bíllinn var hraðskreiðasti bíll heims á þessum árum.

Eftirspurnin var mikil þrátt fyrir mun hærra verð en á 190 SL. Árið 1957 bauð Mercedes loks upp á blæjuútgáfu af 300 SL. Aðeins voru framleidd 1.374 eintök af 300 SL og 1.858 eintök af 300 SL með blæju. 

Mercedes Benz SL sportbíllinn á sér 60 ára sögu.

190 útgáfan var minni. Hún var framleidd frá 1955 - 1963.

Árið 1957 tók Roadster útgafa af 300 bílnum við af Gullwing útgáfunni sem var með vængjahurðirnar.