*

Bílar 23. júlí 2012

Mercedes Benz CLS fyrir veiðimenn

CLS 63 AMG Shooting Brake var frumsýndur í síðustu viku.

Mercedes Benz tilkynnti um framleiðslu á nýrri útgáfu af CLS bílnum í júní sem nefnist Shooting Brake. Í síðustu viku frumsýndi þýski bílaframleiðandinn sportútgáfuna, CLS 63 AMG.

Bíllinn er byggður á CLS bílnum en er á ýmsan hátt frábrugðin fyrirmyndinni. Má þar nefna að farangursrýmið er úr kirsuberjavið og er allt að 1550 lítrar og rúmar því vel skotvopn jafnt sem annan veiðibúnað.

Vélin er 5,5 lítra V8 biturbo og skilar 525 hestöflum. CLS 500 bíllinn skilar til samanburðar 408 hestöflum.

Sagan á bak við nafnið

Nafnið á sér langa sögu. Í upphafi var Shooting Brake vagn þar sem kröftugir hestar voru róaðir niður í. Síðar voru bílar og rútur þar sem notaðir voru til að flytja hástétta Breta til skotveiða kallaðir þessu nafni. Í seinni tíð er átt við hönnun bíla með stóru farangursrými (e. estate).

Kynningarmyndband frá framleiðandanum.

Mercedes Benz CLS 63 AMG Shooting Brake.

Gólfið í farangursrýminu er úr kirsuberjavið.

 

Stjórntæki bílstjóra eru hefðbundin Mercedes AMG.

Mjög rúmt er um bílstjóra og farþega.