*

Bílar 27. desember 2012

Mercedes Benz E fær andlitslyftingu

Staðalbúnaður í lúxusbílum er orðinn veglegri vegna aukinnar samkeppni.

Mercedes Benz kynnti á dögunum uppfærðan E bíl. E bílinn er milligerðin frá Stuttgart, minni en S línan en stærri en C.

Helsta sjáanlega breytingin er á framenda bílsins. Kaupendur geta valið milli tveggja útgáfa, með stjörnuna ofan á húddinu eða sportútgáfu með stjörnuna í grillinu. Þetta val hefur staðið kaupendum C bílsins frá árinu 2007. Framstuðarinn hefur einnig verið endurhannaður og afturendanum hefur einnig verið lítilega breytt

Innréttingin hefur einnig verið fíniseruð og hægt er að klæðskerasauma farþegarýmið eftir smekk hvers og eins. 

Aukinn staðalbúnaður

Mikil harka er í samkeppni lúxusbílaframleiðenda og líklegt að það skýri aukinn staðalbúnað í nýjum E bíl, sem áður var aukabúnaður.  Í bílnum er nýtt öryggiskerfi staðalbúnaður að hluta. Kerfið var hannað fyrir nýjan S bílinn sem kynntur verður í vor.

Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir aftanákeyrslur sem á að koma í veg fyrir árekstra við menn og bíla. Tvær myndavélar á framenda bílsins, auk fjölda nema, eiga að vara ökumann við hættum á vegi þeirra.

Sjálfvirk bremsun vegna hættu á aftanákeyrslu er staðalbúnaður. Einnig kerfi sem varar ökumann við ef hann er á leið út af veginum, til dæmis ef hann sofnar.

Síðan er hægt að bæta miklu við sem aukabúnaði. Má þar nefna sjálfvirkr bremsun vegna gangandi vegfarenda og umferðar sem þverar umferð, sjálfvirk leiðrétting á aksturstefnu ef ökumaður er að missa ökutækið út af vegi vegna þreytu, háuljósin lækka sig sjálf ef umferð kemur á móti svo eitthvað sé nefnt.

Breyttur E bíll er væntanlegur í sölu í vor. Þá verður líklega búið að kynna nýjan S og allan nýja öryggisbúnaðinn. Ekki er ólíklegt að það gerist í Genf í mars.

Daimler hefur ekki gefið út verðið á nýjum bíl en búast má við því að ef það hækkar, verði hækkunin lítil.

Hér má sjá framendana tvo sem eru í boði.

Station útgáfan af E breyttum E bíl.

Stikkorð: Mercedes Benz E