*

Bílar 6. október 2015

Mercedes-Benz frumsýndi framtíðarbílinn

Hugmyndabíllinn IAA fékk mikla athygli á bílasýningu í Frankfurt á dögunum.

Mercedes-Benz frumsýndi hugmyndabílinn IAA á bílasýningunni í Frankfurt á dögunum. Bíllinn fékk mikla athygli á sýningunni og enn einn framtíðarbíllinn úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans.

Bíllinn er magnaður ásýndar og búinn 279 hestafla tvinnvél sem samanstendur af bensínvél og rafmótor. Fullt nafn bílsins er Intelligent Aerodynamic Automobile. Það sem er merkilegast við bílinn er að afturendi hans breytist þegar komið er á 80 km hraða og loftmótstaða hans lækkar þá úr Cd 0,25 í Cd 0,19. Þá er hann meðal þeirra bíla sem eru með minnsta loftmótstöðu í heiminum.

Verkfræðingar Mercedes-Benz segja að útblásturinn minnki um 20 g/km á 145 km hraða. Bíllinn er frekar stór og í svipaðri stærð og flaggskipið S-Class.