*

Bílar 25. apríl 2012

Mercedes Benz frumsýnir framtíðarbíl

Þýski bílaframleiðandinn frumsýndi nýjan tilraunabíl á bílasýningunni í Peking.

Mercedes Benz frumsýndi framtíðarbíl sinn Concept Style Coupé á bílasýningunni í Peking sem nú stendur yfir.

Þótt bíllinn sé sportlegur þá var aðaláherslan lögð á þægindi við hönnun hans. Þó svo framleiðandinn segi það ekki, virðist bíllinn vera hluti af þróunarvinnu fyrirtækisins að breikka úrvalið í stærstu tegundum Mercedes Benz í kjölfar þeirrar ákvörðunar að hætta framleiðslu á Maybach lúxuskerrunum.

Fyrir utan að vera búinn öllum helstu tækninýjunum frá Mercedes Benz er að finna sérstakt stjórnkerfi í bílnum sem kallast COMAND. Hægt er að uppfæra stýrikerfið beint frá höfðuðstöðvum Mercedes Benz í Stuttgart í stað þessa að þurfa að tengja bíllinn við tölvu á verkstæði.

Ólíklegt er að bíllinn fari í framleiðslu í óbreyttri mynd. Sumir bílasérfræðingar telja hins vegar að margt í bílnum muni líta dagsins ljós í flaggskipi Mercedes Benz, nýja S bílnum, sem kynntur verður í haust.

Concept Style Coupé á bílasýningunni í Peking.Concept Style Coupé á bílasýningunni í Peking. 

   

Tölvumyndir af Concept Style Coupé.