*

Bílar 9. september 2014

Mercedes-Benz frumsýnir keppinaut Porsche 911

Aldrei áður hefur Mercedes farið í beina samkeppni við 911. Bæði fyrirtækin eru með höfuðstöðvar í Stuttgart.

Mercedes-Benz frumsýndi fyrir stundu nýjan sportbíl. Hann nefnist Mercedes-AMG GT.

Bíllinn verður í fyrstu í boði með 4 lítra V8 Biturbo vél sem skilar 510 hestöflum. Minni vél er væntanleg síðar á árinu sem skilar 462 hestöflum.

Bílnum er ætlað að keppa við bíla í sama flokki og Porsche 911. Aldrei áður hefur Mercedes farið í beina samkeppni við 911. Bæði fyrirtækin eru með höfuðstöðvar í Stuttgart. Um tíma áttu framleiðendurnir náið samstarf, ekki síst um smíði véla.

AMG er sportbílahluti  Mercedes-Benz, en 17 útgáfur af Benz eru í boði með AMG útbúnaði, stærri vélum, öflugri fjörðun, sportlegra útliti svo eitthvað sé nefnt.

Mercedes-Benz seldi 32 þúsund AMG bíla í fyrra.

 

Bíllinn er ekki ósvipaður að aftan og S Coupe bílinn sem var frumsýndur í fyrra. Og reyndar líka 911.

Stikkorð: Mercedes Benz  • Mercedes-Benz