*

Bílar 11. september 2013

Mercedes Benz frumsýnir sportútgáfu af flaggskipinu S

Nýr Mercedes Benz er sagður hugmyndabíll. Forsvarsmenn Daimler sögðu hann nánast tilbúinn á kynningu á bílnum í Frankfurt.

Mercedes Benz frumsýndi sportútgáfu af S bílnum, sjálf S útgáfan var frumsýndur í Hamborg í maí.

Með þessu hverfur CL bíllinn úr sögunni, sem hefur frá árinu 1992 verið sportútgáfan af S. Áður nefndist hann SEC.

Bíllinn er sagður hugmyndabíll en verður framleiddur í nánst óbreyttri mynd að sögn Dieter Zetsche forstjóra Daimler og Mercedes Benz.

Erfitt er að sjá að bíllinn sé afkvæmi S bílsins. Bæði afturendinn og framendinn eru ólíkir móðurinni. 

Afturendinn er alls ekki Benz-legur en virkilega vel heppnaður.

Það er á færi fárra á Fróni að kaupa bílinn rétt eins og CL hingað til.

Verðmiðinn verður vart undir 40 milljónir króna af ódýrustu gerðinni. 

Framendinn er mjög í takt við margar sportútgáfur hjá Mercedes Benz, en allt annað andlit en er á S bílnum.

Bakhlutinn er virkilega fallegur en ekkert líkur afturendanum á S bílnum. CL var hins vegar líkur gamla S bílnum að afan.

Bíllinn hefur vakið mikla athygli í Frankfurt, enda á slík frumsýnding á flaggskipi aðeins stað á u.þ.b. átta ára fresti.

Innanrýmið er mjög framúrstefnulegt.