*

Bílar 2. júní 2015

Mercedes-Benz GLE með tvinnaflrás

Aflrásin í GLE 500 er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum.

Mercedes-Benz kemur fram í fyrsta skipti fram með jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman mikil sparneytni og afkastageta.

Aflrásin í GLE 500 er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm þannig að aflrásin er að skila fínni afkastagetu. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. 

Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn.