*

Bílar 11. september 2018

Mercedes-Benz selur vel á heimsvísu

Mercedes-Benz seldi rúmlega eina og hálfa milljón bíla á heimsvísu á fyrstu átta mánuðum ársins.

Mercedes-Benz seldi rúmlega eina og hálfa milljón bíla á heimsvísu á fyrstu átta mánuðum ársins. Aldrei fyrr hefur Mercedes-Benz selt svo marga bíla frá janúar til ágústs.

Alls seldust 1.152.268 Mercedes-Benz bílar á þessu tímabili en þetta er söluaukning upp á 1,1% frá árinu 2017 sem þá var metár. Mercedes-Benz seldi alls 155.918 bila á heimsvísu í ágústmánuði og er það 30. mánuðurinn í röð sem fyrirtækið selur yfir 150 þúsund bíla í mánuði. 

Nýtt met var slegið í sölu sportjeppa á fyrstu átta mánuðum ársins en þá seldust alls 541.120 Mercedes-Benz sportjeppar. Lúxusbíllinn E-Class setti sölumet í ágúst en alls seldust 25.367 bílar í E-línunni á heimsvísu.

Sérlega mikil sala var á Mercedes-Benz bílum í Asíu og þá sérstaklega í Kína þar sem sölumet var slegið í ágúst. Kína er stærsti markaður Mercedes-Benz eins og allra þýsku lúxusbílamerkjanna. Mercedes-Benz er sem fyrr söluhæsta lúxusbílamerkið í heiminum á fyrstu átta mánuðum ársins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is